Ætli maður sé ekki Nautnasekkur

Heil og sæl

Langt síðan síðast. Ég var í 3 daga fjallgöngu í seinsutu viku. Það var gaman en krefjandi. Við gistum tvær næturí tjaldi. Það var kalt og hart. Eftir fyrstu nóttina fórum við upp svona á milli fjalla og ég hélt ég myndi detta niður. Siðan fórum gisum við  aftur það var betra. Þetta var mjög fallegt. En ég er búin að fatta að ég er alltof mikill nautaseggur fyrir svona. Ég fíla ekki að vera blaut og kalt. Ég vil hafa bara frekar kozý. En þetta var út fyrir þæginda ramman minn og það var gott. Þetta var líka mjög fallegt og ég kom sjálfri mér mikið á óvart. En samt sem áður er þetta svona að ég nenni þessu ekki neitt en svo er þetta svo gott eftir á. Eins og sjósund ég fór í sjósund í gær en heilin minn var bara einhvað nei nei ég vil þetta ekki svo þegar ég var komin í sjóinn þá var þetta geggjað. Þetta er svona challening the mind.

En ég eldaði líka frekar næs kássu um daginn sem er svona

Laukur

hvítlaukur

chilliflögur

engifer

papríka

brokkóli

sætarkartöflur

kúklingabaunir

soyjasósa

sykur

Jarðhnetur

sSkera allt. sjóða sætu kartöflurnar. Steikja laukinn og síðan hvítluaking og engiferið með. Setja chillið með. Steikja papríkuna smá og síðan setja brokóílið og smá vatn og lok yfir. láta það malla smá setja síðan kúklingabaunir og soyja sósu og sykur. Steikja það vel. Saxa jarðhnetur. og setja yfir.

IMG_0737IMG_0490IMG_0440IMG_0491IMG_0447

 


Sól og blíða

Heil og sæl

Það er sól og blíða á Flateyri í dag! Það er frábært!

Mig dreymdi mjög skrítið mig dreymdi að vinkona mín datt í það (Ég er ekki að drekka á Flateyri og svona edrú vinkonur) Mig dreymdi líka að það kostaði í sund. ( Það er frítt í sund til 29. september vegna þess að kerfið er einhvað í fokki.) Ég var bara einhvað ohh okei. Ég er í höllinni að skrifa á meðan vinur minn er að teikna.  Ég er að fara að skoða skrifborð. Siðan ætlum við í ræktina og sjó sund. Ég ætla líka að edita video. Ég var líka ógeðslega heit í gær það var kariokie. Ég tók I wanna be your dog og So hot youre hurting my feelings. Fengum líka yfirvara skegg. Eftir karíokiið horfði ég á grilfriends frá 1978 sem var fín og fékk mér smákokur. Eldaði líka geggjaðan mat í gær.

Það var tofu crumble

Eitt tofu

Hálfur brokkolí haus

Hrísgrjón

Hnetur

Sítróna

engifer

6 hvítlaugsrif

LAukur

Soyjasósa

chilli

papríkukrydd

sykur

Sjóða hrísgrjón, Á meðan þá skerðu laukinn og steikir. Svo Skerðu hvítlauking og engiferið. Steikir það með. Setur kryddin út í. Í nokkar mínutur á meðan skerðu brokólíið og setur það með með smá vatni og lok yfir svo það gufu síðst. Síðan damparu tofúið til að ná vokvanum úr. Skerð það og bíður eftir að vatnið fer alveg af pönnuni. Þá seturu tófuið steikir það í nokrar mín og síðan seturu hrísgrjónin með og fullt af soyja sósu og svona tvær teskeiðar af sykri. Steikir í nokkrar mín og síðan seturu á disk saxar salt hnetur og skerð sítrónu. og setur yfir og þá ertu komin með tofu crumble.

 

Side note afhverju eru strákar svona athyglis sjúkir? Ég sko saf hjá einhverjum gæja. Við fórum á nokkur deit ennn hann var alltaf að tala um hjá svæfur við mig. ÞAnnig ég var bara einhvað hey gaur ég er ekki að leita mér að öðrum vin. Ég er að leitast eftir að deita. Hann var einhvað ohh ég er ekki tilfinninga lega þar. ÞAnnig ég var bara einhvað ókei gangi þér vel með alllt sem þú tekur að þér bæbæ. Svo er hann bara alltaf að replya á story hjá mér. ÞAnnig ég hideaði bara story. Alveg óþolandi. Anyways.

Yfir og út þemað í dag er Stars are blind með Paris Hilton.IMG_0387IMG_5635IMG_0419IMG_0438

 


Ekki ropa takk

Heil og sæl

Ég er alveg búin á því eftir seinustu viku. Þetta var náttúrlulega einhver hópeflis vika. Not my strong suit. Allavegana að vinna í hóp. En þessi vika er liðinn og ég er að fara í kletta klifur og ferðamensku í tvær vikur. ÞAð var grill í gær og það var áts keppni. Ég tók þátt og challangeið var að drekka eitt glas af sprite og ekki ropa. Ég vann það augljóslega og fékk hamborgara tilboð á gunnu kaffi. Ég er samt frekar meir í dag.  Ég fór á ísafjörð í búðina og síðan fórum við í ræktina og sund. En það er þoka yfir öllum bænum. Ég er einhvað veri emotional. Veit ekki hvað það er? KAnnski bara overwhelemed. Það er karíóki í kvöld. Ég nenni svona 40% á það. Ég er svo félagslega búin á því. Ég þarf að peppa mig í GANG!

yfir og út

IMG_0382IMG_0383


Sálfæðingur hella hax

Góðan daginn

Ég var í sálfræðitíma og það var gg næs. Ég var að tala um að ég vildi hætta að vera stráka sjúk og að ég vildi hætta að vera meðvirk. Sagði henni að ég væri með skilvirk skref til að hætta að gera þessa hluti. Hún sagði að það er ekki hægt að ákveða að hætta að hugsa eimhvernveginn að þá er svo stutt í það að maður brjóti sjálfan sig niður. Máður á frekar að seigja ég ætla að stefna að því að gera x eða z. Það var frekar gott. Þannig ég ætla bara að vera skotin í fólki.

Svo sagði hún annað gott að maður sækir mismunandi hluti hjá mismunandi fólki. Til dæmis ef þú vilt vera í umfavinn bómul þá sækiru ekki til einhvers sem er brutaly honest. Frekar gott dæmi.

En ég gerði svona kubbmótar töflu og vinninga og ég er bara mjög stolt af því. Ég er svona allt eða ekkertt týpa ef mér finnst einhvað gaman.

svo er ég komin mep hella guns líka. Ég er síðan að fara í tveggja vikna ferðamensku og fjallaklifur námskeið.

Gaman gaman!

yfir og út

IMG_0281IMG_0282IMG_0334IMG_0283


Það er hákarl á höfninni!

Heil og sæl.

Ég er flutt til Flateyrar. Það er frábært. Mér líður samt eins og ég sé búin að vera hérna í 2 mánúði en það eru bara ein og hálf vika búin að líða. Þegar maður sér alltaf bara eina meigin götu er það soldið væbið.

En það er margt búið að skeee. Eða ekki ske meira bara búin að gera mikið. til dæmis fórum við í bátsferð kemur í ljós að þetta var fiskeldi tour. Ég tók upp svo mikið gæti gert expose video eeeeeen þett er svaka viðkvæmt hjá heima mönnum., vegna þess að þetta er innkoma þeirra. Það var líka hákarl að vera landaður sama dag en ég hélt það væri hvalur svo ég fór ekki að sjá það. Svo fórum við í smá göngu út í skóg og kveiktum varð eld. Búin að fara mikið í ræktina og sund og svo fáum við íþróttasalin til að leika okkur í tvisvar í viku. Ég er nátúrulega bara komin aftur í grunnskóla. Erum búin að vera í hópefli í tvær vikur það er búið að vera smá erfitt vegna þess að kennararnir hafa enga stjór á krökkunum. Svo ég og vinkona mín erum einhvað svona að micro managea hópinn. Glatað dæmi en svona er þetta. Horfðum á interveiw with a vampire sem var very boring. Við fórum líka á vagninn eittskipti. Vinur minn var einhvað mig langar að gera einhvað. Svo kom heimalingur og var einhvað viljið fara á kayjak. Við einhvað já. En okkur vantaði fjóra kæyjaka og því var bara reddað með fimm sekúnda símtali og björgunarwesti og wet suits. Ég veiddi minn fyrsta fisk á kayjak. Ég fór líka í sjósund tvisvar. Já ég er mikið búin að njóta mín hér. Við vorum í hóp efli og gerðum geggjaðan dans við þetta lag.

yfir og út


Um bloggið

Helga Gun

Höfundur

Helga Guðrún
Helga Guðrún
bara gaman hér, kannski stundum leiðilegt... nei ég segji svona
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • IMG_0447
  • IMG_0491
  • IMG_0440
  • IMG_0490
  • IMG_0737

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 362

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband